Á Skessubóli eru 26 börn á aldrinum 5-6 ára.
Þar fer fram mikil málörvun, orð sett á allar athafnir. Við erum að vinna með lubbi finnur málbein, lærum og leikum með hljóðin, leikur að læra, sögugrunn og stig af stigi. Þar fer einnig fram mikil þjálfun í daglegum athöfnum. Unnið er eftir uppeldi til ábyrgðar þar sem lögð er áhersla á jákvætt viðmót, gleði, vináttu og virðingu.
Símanúmer á Skessubóli eftir klukkan 15 : 649-7437
Starfsfólk Skessubóls
Agata Duda
Agata er stuðningur inni á deild. Hún er í 100% starfi hjá okkur ásamt því að vera að læra íslensku við Háskóla Íslands.
Monika Rutkowska
Monika er leiðbeinandi í 100% starfi hjá okkur.
Ásamt því að vinna hjá okkur er hún í námi í leikskólakennarafræðum.