Öskudagspartý
Það var mikið fjör í dag og flestir mættu í búningum, börn og kennarar :)
Kötturinn var sleginn úr tunnunni og allir fengu popp eða snakk og svo var dansað.
Dagur leikskólans
Í tilefni af degi leikskólans sem er á morgun þá var uppbrot á starfi inni á deildum í dag. Áhersla var lögð á frjálsan leik og sköpun.
Rósa og Sigrún Dóra, starfsmenn Trölladyngju fóru á milli deilda með skemmtiatriði tengt tannverndarvikunni 😊
Tannverndarvika
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 1.-5.febrúar 2021 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að heilsunni.
Deildirnar munu vinna verkefni tengt umhirðu tanna í þessari viku 😊
Skipulagsdagur 2.febrúar
Við minnum á skipulagsdag starfsfólks þriðjudaginn 2.febrúar en þá verður leikskólinn lokaður allan daginn.