Bóndadagur
Nýja árið fer vel af stað og við bjóðum alla velkomna til starfa 😊
Föstudaginn 22.janúar er bóndadagur og við munum gera okkur glaðan dag og gæða okkur á þorramat hér í leikskólanum. Foreldrum og forráðarmönnum verður ekki boðið upp á þorrakaffi eins og venjan hefur verið.
Gaman væri að sjá sem flesta í lopasokkum og eða peysum í tilefni dagsins 😊
Gleðilega hátíð
Kæru börn, foreldrar og forráðarmenn :)
Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.
Við minnum á skipulagsdaginn mánudaginn 4.janúar en þá verður leikskólinn lokaður allan daginn.
Hér fyrir neðan má sjá komandi skipulagsdaga á árinu :)
2.febrúar
12.mars
10.maí
Jólasveinar í garði
Stekkjastaur og Þvörusleikir komu í garðinn og kíktu á gluggana hjá okkur í dag.
Börnin fengu mandarínur og sungu með þeim nokkur lög :)
Jólagjöf frá foreldrafélaginu
Það fara öll börnin heim með jólagjöf frá foreldrafélaginu í dag.
Foreldrafélagið kom færandi hendi í dag með jólagjafir handa börnunum okkar.
Við þökkum kærlega fyrir okkur :)
Litlu jólin 11.desember
Föstudaginn 11.desember verða litlu jólin haldin hér í Bakkaborg. Það verður boðið upp á jólamat í hádeginu og hver veit nema að það komi gestir í garðinn 😊
Gaman væri að sjá börnin í betri fötunum þennan dag 😊