Jólaball foreldrafélags Bakkaborgar
Laugardaginn 1. desember kl. 11:00 - 13:00 verður hið árlega jólaball haldið í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Þar ætlum við að syngja og dansa í kringum jólatréð og má vel vera að nokkrir rauðklæddir bræður líti við.
Að venju eru foreldrar beðnir um að að koma með eitthvað gott á kaffihlaðborðið, en það verður að vera tilbúið beint á borðið. Athugið að veitingar innihaldi ekki hnetur.
Stjórn foreldrafélags Bakkaborgar