45 ára afmæli Bakkaborgar

Ritað .

IMG 4069 MediumFöstudaginn 1. desember var glatt á hjalla hér í Bakkaborg. Leikskólinn átti þá 45 ára afmæli og var blásið til afmælisveislu að því tilefni.
Foreldrafélag Bakkaborgar gaf afmælis(barninu) veglega afmælisgjöf. Þau færðu okkur fjögur spil sem börnin munu njóta. Það er öllu leikskólastarfi mjög mikilvægt að hafa foreldra sem virka þátttakendur í starfi skólans. Við þökkum ykkur kæru foreldrar kærlega fyrir það að styðja við bakið á starfinu í Bakkaborg.
Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli . HÉR má sjá myndir frá afmælisveislunni. Velja þarf möppuna „Allir“ þar inni er mappa sem heitir „Afmaeli“

Bakkaborg 45 ára

Ritað .

BirthdayCakeFöstudaginn 1. desember á leikskólinn Bakkaborg 45 ára afmæli. Af því tilefni langar okkur að fá sem allra flesta foreldra og forráðamenn í afmælisveislu til okkar föstudaginn 1. desember frá kl 14:30 til 15:30. Vonumst til að sjá sem flesta.

Jólaball 2017

Ritað .

Jólaball foreldrafélags Bakkaborgar

 

JolatreHið árlega jólaball verður laugardaginn 2. desember kl. 11-13. Að þessu sinni verður það haldið í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Foreldrar eru beðnir um að koma með eitthvað á kaffihlaðborðið en bent er á að það verður að vera tilbúið beint á borðið. Athugið að vegna ofnæmis eru hnetur bannaðar á leikskólanum og gildir það einnig á jólaballinu.


Foreldravefur