Nýr garður opnar

Ritað .

PlaygoundVið ætlum halda opnunarhátíð vegna nýja glæsilega garðsins okkar fimmtudaginn 7. spetember kl. 14:30. Við ætlum að grilla í garðinum, börnin leika sér svo í flottheitunum. Við vonumst til þess að sjá sem flesta og biðjum foreldra um að skrá sig á þar til gert blað sem hangir inni á öllum deildum. 

Aðlögun á Bakkaborg

Ritað .

IMG 3486 MediumIMG 3498 MediumÞessa dagana stendur yfir aðlögun í leikskólanum. Heilt á litið gengur aðlögun mjög vel þó auðvitað sé svolítið erfitt að venjast nýju fólki og nýjum aðstæðum. Fleiri börn munu svo koma í leikskólann um miðjan mánuðinn. Við bíðum spent eftir þeim og erum þess full viss og þau verði jafn dugleg og frábær og börnin sem fyrir eru

 

Nýr leikskólastjóri

Ritað .

AgustaBúið er að ráða Ágústu Friðriksdóttur sem eftirmann minn í Bakkaborg. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær hún hefur störf því hún er núna starfandi skólastjóri í Seljaborg. Ágústa hefur langa starfsreynslu sem leikskólastjóri og munum við fagna komu hennar í Bakkaborg og bjóða hana hjartanlega velkomna til starfa.

Kveðja

Elín Erna Steinarsdóttir


Foreldravefur