Bangsadagurinn

Ritað .

Á laugardaginn er alþjóðlegi bangsadagurinn. Þannig á föstudaginn 26. október ætlum við að halda upp á hann og mega börnin koma í náttfötum og með bangsa með sér í leikskólann.

bangsi

Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL

Ritað .

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! 

cropped kvennafri.mynd3 smalllogo

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið!

Kvennafrí2016 Lárus Karl Ingason web 5 768x513

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að fundinum standa samtök kvenna og launafólks.

Nú reynir á samstöðumátt kvenna en ekki síður á samfélagið sjálft sem loksins, loksins hlýtur að geta sameinast um að breyta þessu. Hættum að breyta konum – breytum samfélaginu – til hins betra!

Foreldrar leikskólabarna eru því hvattir að sækja börn sín fyrir kl 14:40, miðvikudaginn 24. október eftir því sem kostur er.


Foreldravefur