Bókagjöf frá foreldrafélaginu

Ritað .

BokasafnÍ dag fengum við mjög veglega bókagjöf frá foreldrafélagi Bakkaborgar. Bækurnar fara að lang stæðstum hluta í bókakassana þar sem foreldrar geta fengið þær lánaðar. Við erum mjög þakklát foreldrafélaginu fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Bækur eru mjög mikilvægar og skemmtilegar í leikskólastarfi .

Kastalagarður opnaður

Ritað .

IMG 3516 MediumÞað var glatt á hjalla í leikskólanum Bakkaborg þegar nýr garður var opnaður eftir framkvæmdir. Margt var um dýrðir og gesti þennan fagra haustdag. Börnin voru að vonum mjög ánægð með þessa framkvæmd. Við látum myndirnar tala sínu máli.
HÉR má nálgast myndir af þessum skemmtilega viðburði. Velja þarf möppuna „Allir“ þar inni er mappa sem heitir „Gardur“

Nýr garður opnar

Ritað .

PlaygoundVið ætlum halda opnunarhátíð vegna nýja glæsilega garðsins okkar fimmtudaginn 7. spetember kl. 14:30. Við ætlum að grilla í garðinum, börnin leika sér svo í flottheitunum. Við vonumst til þess að sjá sem flesta og biðjum foreldra um að skrá sig á þar til gert blað sem hangir inni á öllum deildum. 


Foreldravefur