Þróunarverkefni Bakkaborgar

Haustið 2008 hófst innleiðing á þróunarverkefni undir nafninu Gleði, vinátta, virðing, góð samskipti undirstaða árangurs. Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að efla samskiptafærni í leikskólanum og stuðla að meiri gleði meðal barna og starfsmanna.  Nú er innleiðingu lokið og búið að gefa út lokaskýrslu um verkefnið sem finna má hér. Þó formlegri innleiðingu sé lokið verður haldið áfram að þróa leikskólastarfið í anda uppeldis til ábyrgðar og festa í sessi þá vinnu sem þróuð hefur verið á undanförnum árum.

Vorið 2011 fór starfshópur Bakkaborgar í námsferð til Minneapolis. Markmiðið var að kynna sér skóla sem starfa eftir uppeldi til ábyrgðar. Gefin hefur verið út skýrsla um ferðina sem nálgast má hér.