Starfsáætlun

 

Umsögn foreldraráðs:

Starfsáætlun Bakkaborgar lýsir markmiðum og áherslum leikskólans mjög vel. Hún er nánast óbreytt frá því í fyrra þar sem nýr leikskólastjóri tekur við í haust og mun hafa rými til að útfæra stefnuna á sinn hátt. Það er trú okkar í foreldraráði að það haldi eins miklum stöðugleika og hægt er í breytingunum framundan.   

Við upplifum sem foreldrar jákvæðni og væntumþykju stjórnenda og starfsfólks leikskólans í garð barnanna, og einnig í garð leikskólans sjálfs. Stefnan Uppeldi til ábyrgðar er sýnileg í starfi og leggur stjórn og starfsfólk sig fram við að veita góða þjónustu og taka fagnandi á móti ábendingum foreldra. Við teljum að verkefnin Heilsueflandi Breiðholt og Fjölmenningarhátíð skólanna í Bakkahverfi hafi tekist einstaklega vel og vonum að þau nái að festast í sessi. Á Bakkaborg er unnið gott og metnaðarfullt starf á faglegan hátt.

pdfStarfsaaetlunBakkaborg_2016-2017.pdf