Starfsáætlun

 

Umsögn foreldraráðs:

Foreldraráð Bakkaborgar hefur lesið yfir starfsáætlun 2017 - 2018. Að mati foreldraráðs nær starfsáætlunin ágætlega yfir það sem gert var í skólanum síðastliðinn vetur. Okkur þykir gott að sjá að þróun er í starfinu. Börnin fá að taka þátt í mótun og sitt álit, koma með og velja milli hugmynd.

Bakkaborg er hluti af fjölmenningarlegu rsamfélagi og því er mikilvægt að gott skipulagt starf sé fyrir börn með annað móðurmál en íslensku.

Gott samstarf hefur verið milli leikskólanna í Bökkunum og hafa börnin haft gaman af og kynnst jafnöldrum sínum í hverfinu. Við fögnum því að efla eigi samstarf við Breiðhotlsskóla næsta vetur og teljum þorskandi fyrir leikskólabörnin að kynnast skólaumhverfi sem þau flest fara í.

Áherslur fyrir næsta vetur eru góðar en frekar almennar. við hefðum viljað kalla eftir ríkari áhersu á einhver ákveðin þemu eða verkefni, sem dæmi mætti nefna heilsueftlandi Breiðholt, fjölmenningu í tengslum við Fjölmenningarhátið, endurvinnslu eða annað í þessum dúr.

Einnig mætti vera meiri áhersla á upplýsingaflæði til foreldra. Til dæmis að uppfæra vefinn reglulega og senda pósta með markvissari upplýdingum um starfið og hvað er á döfinni. Mætti jafnvel skoða að nota forrit eins og Mentor til að halda foreldum upplýstum frá degi til dags. Einnig hefðu foreldrar gaman að því að sjá fleiri myndir úr starfinu.

Það er af hinu góða ef deildarstjórar eða annað starfsfólk vill bæta við menntun sína. Það þar hinsvegar að liggja skýrt fyrir frá stjórnendum hver sinnir starfi viðkomandi í fjarveru hans, halda foreldrum vel upplýstum o.s.frv. Þetta mundi auka öryggi barna og foreldra.

Við sem foreldra upplifum jákvæni og metnað frá starfsmönnum skólas í garð barnanna og starfsins sjálfs. Við erum ánægð með að starfsmenn Bakkaborgar séu þátttakendur í styttingu vinnuvikunnar. Við teljum það gott fyrir starfsfókið og starfsandann án þess að það birni á starfinu innan leikskólans. Vonum við til að það haldi áfram.

 

 

 

pdfStarfsáætlun_2018-2019.pdf