Það á að gefa börnum brauð

 Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.
 
 

Ó Grýla

 Ó Grýla

Grýla heitir grettin mær,
í gömlum helli býr,
hún unir sér í sveitinni
við sínar ær og kýr.
Hún þekkir ekki glaum né glýs
né götulífsins spé
og næstum eins og nunna er,
þótt níuhundruð ára sé.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
í gamla hellinum.
 
Hún sinnir engu öðru
nema elda nótt og dag,
og hirðir þar um hyski sitt
með hreinum myndarbrag.
Af alls kyns mat og öðru slíku
eldar hún þar fjöll
o‘ní þrettán jólasveina
og áttatíu tröll.
Ó Grýla ....
 
Já, matseldin hjá Grýlu greyi
er geysimikið streð.
Hún hrærir deig, og stórri sleggjau
slær hún buffið með.
Með járnkarli hún bryður bein
og brýtur þáu í mél
og hræri skyr í stórri og sterkri
steypuhrærivél.
Ó Grýla ...
 
Hún Grýla er mikill mathákur
og myndi undra þig.
Með matarskóflu mokar alltaf
matnum upp í sig.
Og ef hún greiðir á sér hárið,
er það meta bast,
því það er reitt og rifið
eins og ryðgað víradrasl.
Ó Grýla ...
 
Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða
ei linnir kífinu,
þótt hann Grýlu elki alveg
út af lífinu.
Hann eltir hana eins og flón,
þótt ekki sé hún fríð.
Í sæluvímu sama lagið
syngur alla tíð:
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
ég elska bara þig.
 

Litla jólabarn

 Litla jólabarn

Jólaklukkur klingja
kalda vetrarnótt.
Börnin sálma syngja
sætt og ofurhljótt.
Englaraddir óma
yfir freðna jörð.
Jólaljósin ljóma,
lýsa upp myrkan svörð.
 
Litlja jólabarn! Litla jólabarn!
Ljómi þinn stafar geislum
ís og hjarn.
Indæl ásýnd þín
yfir heiminn skín,
litla saklausa jólabarn.
 
Ljúft við vöggu lága
lofum við þig nú,
undrið ofursmáa,
sem eflir von og trú.
Veikt og vesalt alið,
varnarlaust og smátt,
en fjöregg er þér falið.
Framtíð heims þú átt.
 
Litla jólabarn ...
 
Er þú hlærð og hjalar,
hrærist sála mín.
Helga tungu tala
tærblá augu þín.
Litla brosið bjarta
boðskap flytur enn,
sigrar myrkrið svarta,
sættir alla menn.
 
Litla jólabarn ...
 

Nóttin var sú ágæt ein

 Nóttin var sú ágæt ein

Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsin þrautar mein
að þekkja hann ei sem bæri.
:,:Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:
 
Í Betlehem var það barnið fætt,
sem best hefur andar sárin grætt,
svo hafa engar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
:,:Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:
 
Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann.
í lágan stall var lagður han,
þó lausnarinn heimsins væri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:
 
Lofið og dýrð á himnum hátt
honum með englum syngjum þrátt,
friður á jörðu og fengin sátt,
fagni því menn sem bæri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:
 

Í Betlehem

 Í Betlehem

Í Betlehem er :,: barn oss fætt :,:
Því fagni gjörvöll Adamsætt,
:,: Hallelúja. :,:
 
Það barn oss fæddi :,:fátæk mær :,:
Hann er þó dýrðar Drottinn skær.
:,: Hallelúja. :,:
 
Hann vegsömuðu :,: vitringar, :,:
hann tigna himins herskarar.
:,: Hallelúja. :,:
 
Þeir boða frelsi‘ og :,: frið á jörð :,:
og blessun Drottins barnahjörð.
:,: Hallelúja. :,:
 
Vér undir tökum :,: englasöng, :,:
og nú finnst oss ei nóttin löng.
:,: Hallelúja. :,:
 
Vér fögnum komu :,: Frelsarans, :,:
vér erum systkin orðin hans.
:,: Hallelúja. :,:
 
Hvert fátækt hreysi :,: höll nú er, :,:
því Guð er sjálfur gestur hér.
:,: Hallelúja. :,:
 
 
Í myrkrum ljómar :,: lífsins sól. :,:
Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól.
:,: Hallelúja. :,: