Dansi,dansi dúkkan mín

 Dansi, dansi dúkkan mín

Dansi, dansi dúkkan mín.
Dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu‘ ekki‘ að hún sé fín?
Dansi, dansi dúkkan mín.