Dúkkan hennar Dóru

 Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi‘ og sagði lækni‘ að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku‘ og sinn hatt,
hann bankaði‘ á hurðina rattatatata.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,
,,Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.“
Hann skrifaði‘ á miða hvaða pillu‘ hún skildi fá.
,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.“