Mér er kalt á tánum

 

Mér er kalt á tánum
ég segi það satt.
Ég er skólaus og skjálfandi
og hef engan hatt.
 
Það snjóaði í morgun,
það snjóaði í dag.
Ég er hreint alveg ráðalaus,
en hvað um það?
 
Ég syng mína vísu
um snjóinn og mig,
tra, ra, la, la, la, la, la, la,
um snjóinn og mig.