Sprengidagur

 

Sprengidagur (lag: Við erum söngvasveinar)
Á sprengidegi er bumban
að springa hreint á mér
því magnið er ei smátt
sem í magann fer.
Af saltkjöti og baunum
ég sáðningu í magann fæ.
Af saltkjöti og baunum
ég saddur verð og hlæ.
Já bragðgóðar eru
baunirnar, baunirnar, baunirnar
já bragðgóðar eru
baunirnar húllum hæ.

Bolludagur

 

Bolludagur
(lag: Við erum söngvasveinar)
Á bolludegi fer ég með
bolluvönd á kreik.
Mér alltaf þykir gaman
að leika þennan leik.
Ég bolla og bolla á bossann
á þér fast ég slæ.
Bolla og bolla og bollu
í laun ég fæ.
Já bragðgóðar eru
bollurnar, bollurnar, bollurnar
já bragðgóðar eru
bollurnar, húllum hæ.

Út í bæ á öskudag

 

Út í bæ á öskudag
(lag: Skín í rauðar skotthúfur)
Út í bæ á öskudag
eru skrítin læti.
Krakkar á því kunna lag,
kvik og létt á fæti.
Létt og hljótt þau læðast um
lauma á fólkið pokunum.
Tralla la la la la ............

Upp er runninn öskudagur

 

Upp er runninn öskudagur
(lag: Nú er úti norðanvindur)
Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn og gleðileg jól.
Úmbarassa ...........

Allir hlægja á öskudag

 

Allir hlægja á öskudag
Allir hlægja á öskudaginn
ó mér finnst svo gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn
og bera poka til og frá.