Ferilmöppur

Ferilmöppur geyma feril barnanna í leikskólanum. Í ferilmöppu sína safnar hvert barn gögnum meðan á leikskóladvöl þess stendur. Þar er t.d. skráð hæð barns og þyngd, að hausti og vori. Þar eru líka geymdar mánaðarmyndir, aðrar skemmtilegar myndir, skemmtileg ummæli o.fl. Leikskólinn útvegar möppurnar.

Núna í haust fórum við af stað með Book Creator en það er app sem notað er í IPAD. Við búum til möppu fyrir hvert og eitt barn og setjum myndir, myndband og margt fleira sem tilheyrir barninu. Við mumum reyna að senda möppuna heim tvisvar á önn og ætlum að reyna að senda heim í desember fyrstu möppuna. Book Creator mun ekki koma í stað ferilmöppunar en bætast við.

Elstu börnin og eldvarnir

Um er að ræða samstarfsverkefni með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem felst í því að elstu börnin ganga mánaðarlega um leikskólann og gæta að hvort eldvarnir eru í lagi og flóttaleiðir greiðar. Auk þess koma fulltrúar frá Slökkviliðinu með fræðslu fyrir elstu börnin og sýna þeim slökkvibíl.