Elstu börnin og eldvarnir

Um er að ræða samstarfsverkefni með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem felst í því að elstu börnin ganga mánaðarlega um leikskólann og gæta að hvort eldvarnir eru í lagi og flóttaleiðir greiðar. Auk þess koma fulltrúar frá Slökkviliðinu með fræðslu fyrir elstu börnin og sýna þeim slökkvibíl.