Málrækt

Málrækt er snar þáttur í leikskólastarfinu og byggist fyrst og fremst á samræðum við börnin, að setja orð á athafnir, lestur bóka, leikjum með rím, ljóða- og þululestri og öðru því sem eflir hlustun og tjáningu barnanna.

 

Til að styrkja máltöku barnanna notum við ,,tákn með tali” sem styður við máltöku barna með því að virkja sjónskynið með hlustuninni. Þannig eru einungis lykilorð táknuð og eru táknin oftast mjög lýsandi fyrir hugtakið sem hjálpar börnunum bæði að skilja og tjá sig.