Útiskóli

2015

 

10.júlí

Í dag fóru allir hóparnir saman í strætó niður í bæ. Byrjuðum á að kikja á endurnar hjá tjörninni og röltum svo í ráðhúsið þar sem tekið var á móti okkur. Þar sáum við risastórt líkan af Íslandi og fengum að labba í kringum Ísland og finna Reykjavík. Svo var farið með okkur upp í fundarherbergi borgarstjórans Dags og þar fengu krakkarnir að prufa setjast í fundarstóla borgarstjórans. Í Lokin fórum við í matsalinn þar sem okkur var boðið upp á kex og djús. Þar fengum við óvænta heimsókn frá Degi Borgarstjóra. 

9.júlí

Í dag fóru Apakettir og Legóprakkarar í Húsdýra-og fjölskyldugarðinn. Þau voru svo heppin að það var akkurat atlandsolíu hátíð í garðinum þannig það var aðeins fjölmennara í garðinum heldur en þegar Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar fóru deginum áður. Krakkarnir voru svo heppin að fá ís áður en þau fóru heim. Dýrin voru skoðuð og grillaðar pylsur voru í hádegismat. 

Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar voru heima í Breiðholtsskóla. Þar léku þau úti og inni. Eftir hádegismat var svo farið í smá gönguferð og tókum skyndi óvissuferð í strætó og enduðum í Ártúnsskóla þar sem borðuðað var brauð og drukkið mjólk. 

8.júlí

Í dag fóru Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar fyrst í Grasagarðin og lékum þar. Síðan var farið í Húsdýra-og fjölskyldugarðinn. Þar skoðuðum við öll dýrin og fengum að sjá þegar gefið var hreindýrunum og selunum að borða. Fengum svo grillaðar pylsur í fjölskyldugarðinum og brunuðum svo heim þar sem Brúðubílinn var á Bakkatúni. 

Apakettir og Legóprakkarar voru heima í Breiðholtsskóla að leika inni og úti og fóru á Brúðubílinn líka. 

7.júlí

Í dag fóru Apakettir og Legóprakkarar á Landnámssýninguna þar fengu þau að fræðast um og sjá hvernig hús og líf fólks var fyrir 1000 árum. 

Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar voru heima og léku úti og þeir sem höfðu áhuga lærðu tvister spil. Eftir hádegismat var svo farið í gönguferð í vinalund. 

6.júlí

Í dag fóru Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar á Landnámssýninguna, þar fengu þau að sjá og fræðast um hvernig hús og líf fólks var fyrir 1000 árum.

Apakettir og Legóprakkarar voru heima upp í Breiðholtsskóla og fóru í göngutúr í Seljaskóla. 

-

-

3.júlí 

Í dag er heimadagur hjá öllum hópum.....

 

2.júlí

Í dag fóru Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar í Hvalasafnið útá Granda. Lékum svo við sjó og fórum að sjóminjasafninu og lékum á leikvelli þar rétt hjá sem er búin til úr netum, brettum, dekkjum og fleira. 

Apakettir og Legóprakkarar voru heima í Breiðholtsskóla og léku úti og fóru svo út í stopp dans/spiladans og fleira skemmtilegt. 

 

1.júlí

Í dag fóru Apakettir og Legóprakkarar í Hvalasafnið útá Granda. Þar fengu þau leiðsögn og fræðslu, mjög gaman. Löbbuðu svo á austurvöll og borðuðu hádegismat þar og fóru svo heim upp í Breiðholtsskóla og fóu að leika í leikfimisalnum þar. 

Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar voru heima upp í Breiðholtsskóla. Krakkarnir fengu að ráða hvort þau vildu vera inni eða úti að leika í ýmsum verkefnum. 

 

30.júní

Í dag fóru Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar í Nauthólmsvíkina og léku þar í sandi, leiktækjum og sjó. Eftir mat var leikið smá meira og svo töltum við af stað í Landhelgisgæsluna þar sem vel var tekið á móti okkur. Þegar við komum var önnur þyrlan þeirra á leið í útkall svo við sáum hana taka á loft því næst fengum við að fara um borð í hinni þyrlunni. Öll börnin fengu að prófa stýrimannasætið. Næst fengu þau að prófa að setjast í bílinn sem ýtir þyrlunni út úr flugskýlinu. Eftir skemmtielga heimsókn var komin tími á að fara með strætó heim. Það hinsvegar gekk ekki alveg nógu vel þar sem fyrri strætóinn var fullur að mati vagnstjóra og 30 mín í næsta svo að við röltum af stað að Miklubraut þar sem við gátum tekið hinn vagninn. Þegar þar var komið rétt misstum við af vagninum. Börnin orðin svöng, þreytt og heitt. En góðu fréttirnar voru það að það voru bara 15 mínútur í næsta vagn og Lilja kom með sun lolly handa öllum :) 

það var heimadagur hjá Apaköttum og Legóprökkurum. Þau fóru í göngutúr upp í Hólabrekkuskóla. Lilja og Vigdís fóru í Iceland og keyptu ís fyrir krakkana.  

 

29.júní 2015

Í dag fóru Apakettir og Legóprakkarar í strætó á klambratún og léku á leikvellinum þar. Löbbuðu svo að perlunni og borðuðu nesti í öskjuhlíðinni. Fóru svo í heimsókn á slökkvistöð og fengu að skoða sjúkrabíl og slökkviliðsbíl og fengu að lokum að skjóta úr vatnsbyssu sem var á slökkviliðsbílnum. 

Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar voru heima í Breiðholtsskóla og léku sér úti fyrir hádegi og fóru í leikfimisalinn eftir hádegi.

-

-

26.júní 2015

Í dag var heimadagur hjá öllum hópunum. Við byrjuðum daginn á að vera úti að leika og eftir hádegismat skiptum við öllum börnunum í blandaða 4 hópa. Skiptust hóparnir svo á að vera á bókasafninu, íþróttahúsinu, inni í stofu í leik eða úti. 

25.júní 2015

Í dag fóru Apakettir og Legóprakkarar í gönguferð frá sjávarsíðu í kópavogi og stoppuðu í Perlunni. 

Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar voru heima í Breiðholtsskóla og byrjuðu daginn á að vera inni að leika og fóru svo út að leika. Drukkið var svo síðdegishressinguna úti í góða veðrinu

 

25 fim
Apakettir og legóprakkarar
gönguferð sjávarsíða frá kópavogi að Nauthólsvík
strætó nr 4 kl 9.21 út hjá Skeljabrekka

 

24.júní 2015

í dag fóru Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar í gönguferð frá sjávarsíðu í kópavogi og í kringum perluna að slökkvustoðinni í skógarhlíð. Stoppuðum á leiðinni í lítilli fjöru og fundum ótrúlega marga krabba, snigla og skeiljar. Fengum brauð og epli í hádegismat, þau voru misánægð með hádegismatinn og borðuðu mörg minna en þau eru vön.  Eftir hádegismatinn hélt ferðinni áfram að slökkvustöðinni í skógarhlíðinni. Þar fengum við að sjá slökkviliðsbíl og tvo sjúkrabíla. Öll tæki og tól voru útskýrð og sýnd og fengu krakkarnir að fara upp í bílana. Einn sjúkrabílinn þurfti að fara í útkall í miðri kynningu svo börnin horfðu spennt á sjúkraliða gera sig ferðbúna sem fóru svo af stað í sjúkrabíl með ljósin á. 

Apakettirnir og Legóprakkararnir hefðu átt að eiga heimadag en voru svo heppin að fá bókaðan tíma hjá Landhelgisgæslunni. Urðu þó fyrir því óhappi að missa af strætó og urðu smá sein á áfangastað en það gerði ekkert til og þau fengu að skoða þyrlur og allskonar. Fóru svo í nauthólmsvíkina og borðuð hádegismat þar.

 

23.júní 2015

Í dag fóru Apakettirnir og Legóprakkararnir í sömu ferð og hinir hóparnir fóru deginum áður í Sorpu og að sjá Herkúles og fleikra skemmtilegt og fóru einnig í Gufunesbæ líka. 

Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar léku úti á skólalóðinni og borðuðu fiskibollur, teiknuðu ferðamynd og léku inni og lærðu að leikinn að verpa eggjum. 

 

22.júní 2015

Í dag fóru Klikkaðir kettlingar og Gullgrafarar ( einn af leikskólahópnum frá borg ) saman í Sorpu. Þar fengum við kynningu á skrifstofunni þeirra síðan fengum við að keyra um í rútu að vinnustöðinni þar sem við vorum vigtuð í rútunni. Við vorum 10 tonn öll saman rútan og við. Við sáum Herkúles sem er risastór tætari og tætir allt heimilissorp sem fer í gráu tunnuna. Herkúles er með risa segul sem veiðir burt allan málm úr ruslinu. Við sáum líka þegar það var verið að tæma pappír úr ruslabíl og vorum við svo leyst út með fallegum fjölnota poka, spilum og lita og þrautabók. Mjög skemmtilegt og börnin voru til fyrirmyndar. Eftir Sorpu fórum við svo í Gufunesbæ þar sem við borðuðum hádegismatinn okkar og fórum í gönguferðir og leiki um svæðið. Nokkrir löbbuðu um skemmtigarðinn og skoðuðu sjóræningaskip, kúrekabæ og pýramída.

Apakettirnir og hinn hópurinn frá borg Legóprakkarar voru með heimadag og nutu þess að leika sér á inni í Breiðholtsskóla og á skólalóðinni.

-

-

19.júní 2015

Í dag lokaði leikskólinn kl 12:00, allir krakkarnir í Bakkaborg fóru að sjá brúðubílinn. Þar sem við útiskóla krakkarnir voru búin að sjá hann tvisvar ákvöddum við að gera eitthvað skemmtilegt upp í Bakkaborg í staðin og fengum við að yfirtaka eldhúsið og bökuðum kanilsnúða :) 

18.júní 2015

Í dag fengum við aðstöðu upp í Breiðholtsskóla og byrjuðum að vinna með leikskólanum Borg ( Fálkaborg og Arnarborg ). Við fórum öll saman niður í Sambíó Mjódd og fengum að fara í bíó á nýja mynd sem heitir Inside out og vakti hún mikla lukku meðal barnanna. Eftir bíóferðina var svo haldið upp í Breiðholtsskóla og þar fengu börnin að borða hádegismat og kaffi og lékum við okkur þar inni þangað til við fórum aftur upp í Bakkaborg.

 

17.júní 2015

-lokað

 

16.júní 2015

Í dag fyrir hádegi fórum við niðrí kirkju og þar fengu allir sem vildu andlitsmálingu. Eftir hádegismat tók svo við 16.júní hátíðin.

 

15.júní 2015

Í dag tókum við strætó upp í Seljaskóla og lékum okkur á skólalóðinni þar, löbbuðum svo upp í kirkju og stoppuðum við í ölduselsskóla í leiðinni. Eftir hádegismatinn föndruðum við svo kórónur fyrir 16. júní hátíðina og Þóra sagnaþula kom og sagði okkur sögu. 

-

-

12.júní 2015

Í dag fórum við á lögreglustöðina á Dalvegi og fengum að spjalla við nokkra lögreglumenn og konu, skoðuðum tvo fangaklefa og fengum að heyra hljóðið í lögreglubíl og skoða lögreglubíla. Röltum svo um smá í kópavognum og lékum okkur í skemmtilegri rólu áður en við röltum upp í kirkju og höfðum notalegt þar. 

11.júní 2015

Í dag fórum við í þjóðminjasafnið og fengum að sjá fullt af flottum gömlum hlutum. Eftir á fórum við í göngutúr í hljómskólagarðinn og lékum okkur þar. Áður en við fórum svo upp í leikskóla lékum við okkur á skólalóðinni í Breiðholtsskóla. 

10.júní 2015

í dag byrjuðum við daginn á að fara í heimsókn á leikskólann Klambra. Eftir smá leik í garðinum þar var svo rölt að Háteigskirkju þar sem balletskóli Eddu Schevings er, þar fengu börnin að prufa ballet. Eftir smá balletkennslu tókum við strætó upp í Norðlingarholt og fórum í heimsókn á leikskólann Rauðhól, þar sem brúðubílinn var. 

9.júní 2015

Í dag byrjuðum við daginn í garðinum okkar í Bakkaborg, fórum þar í nokkra leiki og röltum svo niður í Elliðarárdal og lékum okkur þar í kring. 

8.júní 2015

Í dag fórum við í fimleikahúsið Gerplu, þar fengu börnin að prufa smá fimleika með Lilju Árnadóttur. Lékum okkur svo í Salaskóla í einakrónu og stórfiskaleik.

-

-

5.júní 2015

Í dag fórum við í Árbæjarsafnið og fengum leiðsögn. Eftir hádegi kom svo brúðubílinn og allir skemmtu sér konunglega.

4.júní 2015

Í dag var förinni heitið í Hafnarfjörð. Þar röltum við um og stoppuðum í Hellisgerði, þar léku börnin sér í fallegu umhverfi og borðuðu hádegismatinn úti. Eftir það fórum við í heimsókn í bókasafnið í Hafnafirði.

3.júní 2015

Í dag fórum við í skerjanes og röltum meðframm fjörunni þar, stoppuðum í lítilli fjöru og týndum nokkra kuðunga og nokkrar skeljar og fleira skemmtilegt sem við fundum. Stoppuðum svo  í Nauthólmsvík og fórum að vaða í strandarvatninu og nutum sólarinnar.

2.júní 2015 

Í dag fórum við í Gufunesbæ í Grafarvogi og fengum að leika okkur þar í nýjum risastórum kastala. Lærðum tvíburaleikinn og skoðuðum sjóræningaskipið og paintball völlinn í skemmtigarðinum og lékum okkur í þrautabraut og aparólu. Borðuðum hádegismatinn okkar og brauðið úti. Röltum svo upp í Hamraskóla og lékum okkur þar áður en við tókum strætó heim upp í leikskóla aftur.

1.júní 2015

Í dag fórum við í ÍR heimilið í heimsmeistaramót í íþróttum. Eftir það fórum við á Elsuróló og lærðum skotbolta og fórum á skólalóðina í Breiðholtsskóla og lékum okkur þar.

-

-

29.maí 2015

Í dag fórum við í göngutúr að leikvelli og fórum þar í fótbolta :) Eftir það löbbuðum við í vinalund rétt hjá fálkaborg og settumst þar niður og lásum sögu í góða veðrinu og lékum svo í skóginum í smá. Eftir það fórum við á annan leikvöll áður en við löbbuðum upp í bakkaborg aftur.

 

28.maí 2015

Í dag fórum við í strætóferð og fengum að fara í heimsókn í leikskólann Múlaborg þar sem tekið var vel á móti okkur. Þar var flæði milli deilda og fengum við að taka þátt í því og það var mjög gaman.

 

27.maí 2015

Í dag var hjóladagur hjá okkur í útiskólanum. Reyndari hjólabörnin fóru í smá hjólatúr  um bakkana og hin sem eru enn að æfa sig voru á gangstíg við Bakkaborg og á körfuboltavelli.

 

26.maí 2015


Í dag fórum við í náttúrufræðistofu Kópavogs. Hóparnir skiptust á að fara inn og skoða og á meðan léku apakettirnir sér á leikvelli hjá náttúrufræðistofu og klikkaðir kettlingar fóru í göngu ferð og léku á leikvelli hjá sundlaug.

25.maí 2015

-lokað

-

-

22.maí 2015

Í dag löbbuðum við að tjörninni í seljahverfinu. Þar léku börnin lausum hala og fengu háfa til að veiða síli. Engin síli voru veidd en gleðin var mikil. Þar borðuðum við svo hádegismatinn okkar áður en við löbbuðum upp í kirkju þar sem við slökuðum á eftir morguninn og lékum okkur í róleg heitum með dót. Fengum svo heimsókn frá borgarstjóranum Degi sem snæddi með okkur ávexti. Eftir það fórum við út í leiki og upp í leikskóla aftur. 

21.maí 2015

Í dag fórum við í göngutúr upp í efra Breiðholt. Við löbbuðum um og stoppuðum við á skólalóðunum í Hólabrekkuskóla og Fellaskóla. Eftir það fórum við upp í kirkju og þar fengu börnin að leika sér með dót sem búið var að koma fyrir í krirkjunni þar til við fórum út í smá leiki áður en við fórum aftur upp í leikskóla. 

20.maí 2015

Í dag löbbuðum við upp í efra Breiðholt og fórum í sögustund á bókasafninu í Gerðubergi. Þar var lesið fyrir okkur 3 skemmtilegar sögur og fengu svo börnin að skoða bækur sjálf. Eftir hádegismat var svo farið upp í Breiðholtsskóla og leikið á skólalóðinni þar til vorskólinn hófst kl 14:00.

19.maí 2015

Í dag fórum við í göngutúr í elliðarárdalnum, skoðuðum fossinn og lékum þar í kring. Börnin léku sér að því að setja spítur og blóm í lækin og fylgdust vel með. Eftir hádegismat var svo farið á skólalóðina hjá Breiðholtsskóla þar sem börnin fengu að leika sér þangað til vorskólinn hófst kl 14:00. 

18.Maí 2015

Í dag 18.maí hófst formlega útiskóli elstu barnanna. Við byrjuðum á því að fara niður í kirkju þar sem aðstaða okkar er næsta mánuð. Börnunum var skipt í 2 hópa og fundið var nöfn á hvorn hópinn. Þar teiknuðu þau líka mynd af sjálfum sér til að merkja bakpokana sína sem þau fengu afhenta. Að því loknu þegar búið var að fara yfir reglurnar í útiskólanum fórum við í göngutúr að ÍR vellinum og fórum í leiki þar í kring og við tók svo umferðaskólinn eftir hádegismat. Eftir kaffitímann fóru þau svo fljótlega upp í leikskóla aftur þar sem börnin voru sótt.

 

 

2014

4. júlí

Við slúttuðum útiskólanum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum. Við grilluðum pylsur og borðuðum perur. Við sáum fullt af dýrum, hoppuðum á dýnunni og lékum okkur í sjóræningjaskipinu.

Gleðiðlegt Sumar.

3. júlí

Í dag héldum við okkur í Breiðholtinu. Við byrjuðum daginn í íþróttahúsinu í Breiðholtsskóla. Kenndir voru nokkrir nýjir leikir og við spiluðum einnig nokkra gamla. Svo mikill var íþróttaandinn að sigurvegari hverrar þrautar var kaffærður í fagnaðarlátum.

2. júlí

Leið okkar lá í Laugardalinn. Þar gengum við og skoðuðum styttur í Ásmundarsafni Sveinssonar. Eftir það fórum við í þvottalaugarnar og hoppuðum yfir lækinn. Eftir hádegi höfðum við það notalegt innandyra í Bakkaseli.

1. júlí

Í dag var lá leið okkar í miðbæinn. Við fórum í skoðunnarferð um Alþingishúsið. Börnunum var hrósað fyrir kurteisi og prúðleika og má taka það framm að þau hafa fengið slíkt hrós á nánast öllum stöðum sem heimsóttir hafa verið. Eftir það fórum við í Hörpuna og sáum báta við bryggjuna. 

30. júní

Við héldum af stað í enn eitt sinn í óvissuferð. Okkur var boðið að kíkja í smárabíó. Við fórum upp og skoðuðum sýningatækin sem eru bæði gömul og ný. Svo var okkur boðið popp og svali og við horfðum á myndina Drekatemjarinn tvö.

27. júní

Sjóminjasafnsleikvöllurinn var heimsóttur á ný. Við gengum um höfnina og fyrir tilviljun hittum við fólk sem hefur áhuga á hvölum. Þau voru svo elskuleg að bjóða okkur vöfflur, málningu í framan og armband.

26. júní

Það var tekinn skyndiákvörðun í strætó klukkan 15:10 að það átti að koma með hjól í skólann í dag. Heppnaðist þessi dagur fullkomlega og nokkrir tóku sín fyrstu ,,skref" án hjálpardekkja.

25. júní

Fyrsta heimsmeistaramót Bakkaborgar í fúsball var haldið í dag. Sigurvegarar voru Magga og Lilja. Eftir hádegi var skundað í strætó og heimsótt slökkviliðsstöð Árbæjar. Menn á þeim bænum voru hressir og hleyptu okkur í sjúkra og brunabíl.

24. júní

Í úrhellisrigningu gengum við út í mjódd til að taka stræó nr. 24, áfangastaðurinn var lögreglustöðin á Dalvegi. Við fengum að kíkja í fangageymslur og í klefa lögreglumannana. Flottast var þó að sjá lögreglubílinn bruna í burtu með blikkljósin á. Er því var lokið gengum við Kópavoginn upp í Breiðholt.

23. júní

Í dag fórum við í Foldahverfið í Gravarvoginum, lékum okkur á skólalóð Foldaskóla og kíktum á Foldabókasafn

20. júní

Í dag byrjuðum við á því að labba frá Bakkaborg upp í Árbæjarsafn, þar sem við fengum leiðsögn um safnið, sáum dýr og enduðum svo á því að leika okkur í leikföngum sem safnið á

19. júní

Í dag lögðum við leið okkar í Seljahverfið þar sem við skiptum hópnum í tvennt og annar fór að leika sér í Seljarskóla á meðna hinn var við tjörnina í seljahverfinu og veiddum síli og fórum útí eyju á tjörninni.

18. júní

Í dag sameinuðum við hópana og tókum strætó í Hlíðarnar. Þar stoppuðum við í Hlíðarskóla þar sem við lékum okkur á skólalóðinni. Eftir það löbbuðum við upp í Perlu þar sem við sáum gosbrunninn og útsýnið ofan á útsýnispöllunum

16. júní

Við byrjuðum daginn á því að horfa á Adam Breka á Skessubóli sýna dans. Eftir það ákváðum við að hafa það notalegt uppí bakkaseli og horfðum á teiknimynd, ásamt því að föndra aðeins og leika okkur. Svo eftir hádegi fengu börnin andlitsmálningu í tilefni sumarhátíðarinnar. Svo fórum við í skrúðgöngu um bakkana og enduðum svo daginn á hátíð í Bakkaborg þar sem börnin léku sér í hoppuköstulum og fengu grillaðar pylsur.

10.-13 Júní

Á þriðjudaginn tóku Skítugu Þvottabirnirnir strætó niður að þjóðminjasafni þar sem við fengum leiðsögn um safnið og skoðuðum gamla muni. Einfættir Hundar gerðu það sama á föstudaginn. Brúðubíllinn var heimsóttur í Grafarvogi og á Klambratúni.

 

5. júní

Í dag fóru Skítugu Þvottabirnirnir í strætó uppí Seljarhverfi og lékum við okkur á skólalóð Seljaskóla sem var afar gaman. Svo löbbuðum við aftur heim og fengum okkur hádegismat úti í skúrunum okkar í Breiðholtsskóla.

Einfættu hundarnir löbbuðu niður í Elliðarárdal og skoðuðum okkur um þar, sáum foss og lékum okkur einnig í handbolta.

4. júní

í dag fórum við með strætó niður í bæ og löbbuðum við fyrst í Listasafn Einars Jónssonar þar sem við skoðuðum styttur. Því næst fórum við í Hallgrímskirkju og skoðuðum hana, og fórum svo upp í kirkjuturnin og skoðuðum útsýnið yfir Reykjavík. Eftir þetta löbbuðum við aðeins í bænum og fengum svo sendan hádegismat sem við borðuðum við Kvennaskólann í Reykjavík. Eftir hádegismatinn röltum við í Hljómskálagarðinn þar sem börnin léku sér í leiktækjum. Svo kíktum við í ráðhúsið áður en við tókum strætó aftur upp í Breiðholt.

 2.-3. júní

Þessa tvo daga vorum við í nærumhverfinu. Á mánudaginn lékum við okkur í íþróttasalnum í Breiðholtskóla fyrir hádegi, og eftir hádegi vorum við á skólalóðinni í leik.

Þriðjudaginn fórum við í heimsókn á Elsuróló sem er í miðju Bakkahverfinu, og lékum okkur þar ásamt börnum frá Arnarborg. Við fórum svo aftur í skógarferð og borðuðum brauð og drukkum mjólk í rigningunni

 

30.maí

Hóparnir sameinuðust og fóru í fjölskyldu og húsdýragarðinn. Þar lékum við okkur á stærðarinnar trampólín og í sjóræningjaleik.

 

28.maí

Skítugir þvottabirnir skruppu í leiðangur í Elliðarárdal. Þar lékum við okkur við skoppandi kanínur og gæsir. Einfættir hundar heimsóttu bókasafnið í Gerðubergi eftir örlitla skógarferð.

26.-27. maí

Þessi vika hefur farið í strætóferðir þvert og endilangt um Reykjavík. Hóparnir tveir fóru á sjóminjasafnið í sitthvoru lagi á mánudaginn og þriðjudaginn. Hápunktur heimsóknarinnar var að fá að stíga um borð í Varðskipið Óðinn. Á Ingólfstorgi fórum við í leik sem kallast kúríkúríklappklapp. Er annar hópurinn var á Sjóminjasafninu heimsótti hinn Landnámsýninguna við Aðalstræti. Þar sá hópurinn grunn af gömlum torfbæ sem stóð eitt sinn þar. Er því lauk léku börnin með legg og skel. Í Hljómskálagarðinum lékum við síðar á alls oddi.

22.maí

Í dag var haldið í útskriftaferð í Eimskip og hófst þar með útiskóli Bakkaborgar. Í Eimskipum fræddumst við um stóra gáma, hvað er í þeim og hvert þeir fara. Eftir það fór rútubílsjórinn með okkur í Gufunesbæ í Grafavogi og þar var grillað pylsur. Farið var í ratleik og börnin léku lausum hala. Einna helst var Álfahúsið og RISA húllahringir leikefni þeirra.