Leikskólinn Bakkaborg

Leikskólinn Bakkaborg var opnaður formlega 1.desember 1972. Hann stendur við Blöndubakka í Neðra Breiðholti. Upphaflega var Bakkaborg 4ra deilda leikskóli en haustið 1995 bættist fimmta deildin við þegar skóladagheimilinu Bakka var lokað.  Í Bakkaborg eru 112 börn samtímis

Deildaskipting er sem hér segir:
Bakki yngsta deild                                                                                                                                                                                                                   Álfhóll, mið deild
Dvergasteinn, mið deild
Skessuból, eldri deild
Trölladyngja, eldri deild

Bakkaborg er staðsett í blönduðu íbúðarhverfi sem er þó að stærstum hluta blokkaríbúðir. Flest börnin eru búsett í hverfinu og verður leikskólinn því að kallast hverfisleikskóli en foreldrar hafa val um þrjá leikskóla í hverfinu og í vöxt fer að þeir kynni sér sérstöðu hvers og eins og velji svo.

Gleði, vinátta, virðing er leiðarljós Bakkaborgar.

Unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem stuðlar að því að byggja upp innri hvata einstaklinganna til að vera góðir og gefandi einstaklingar í sátt við umhverfi sitt.

Tákn með tali er notað til stuðnings máltöku barnanna og áhersla er lögð á að hver og einn fái nám við sitt hæfi.

Tilfinningagreind og samkennd eru áhersluþættir í starfi okkar og því til stuðnings fá börnin kennslu í Stig af stigi sem eru kennslugögn sem stuðla að auknum tilfinninga- og félagsþroska barnanna. Þau læra að þekkja tilfinningar sínar og leysa ágreiningsmál.

Öflugt starfsmannafélag er starfandi í Bakkaborg