Pabba og afa kaffi 2018

Ritað .

PabbaOgAfaKaffiIIFöstudaginn 19. janúar klukkan 14:30 – 15:30 ætlum við að hafa pabba og afa kaffi í leikskólanum Bakkaborg. Tilefnið er bóndadagurinn, það verður boðið upp á léttar veitingar í tilefni dagsins. Við hvetjum sem flesta til þess að koma til okkar. Aðrir aðstandendur eru boðnir velkomnir ef afi og pabbi eiga ekki heimangengt

Desemberuppákomur

Ritað .

IMG 4190 MediumNú í desember hefur að vanda margt verið brallað í leikskólanum. Við höfðum nýverið jólamat og fengum þrjá jólaseina í heimsókn til okkar við mikinn fögnuð.
HÉR má sjá myndir af þessum skemmtilegu viðburðum. Velja þarf möppuna „Allir“ þar inni er mappa sem heitir „Jol2017“

45 ára afmæli Bakkaborgar

Ritað .

IMG 4069 MediumFöstudaginn 1. desember var glatt á hjalla hér í Bakkaborg. Leikskólinn átti þá 45 ára afmæli og var blásið til afmælisveislu að því tilefni.
Foreldrafélag Bakkaborgar gaf afmælis(barninu) veglega afmælisgjöf. Þau færðu okkur fjögur spil sem börnin munu njóta. Það er öllu leikskólastarfi mjög mikilvægt að hafa foreldra sem virka þátttakendur í starfi skólans. Við þökkum ykkur kæru foreldrar kærlega fyrir það að styðja við bakið á starfinu í Bakkaborg.
Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli . HÉR má sjá myndir frá afmælisveislunni. Velja þarf möppuna „Allir“ þar inni er mappa sem heitir „Afmaeli“


Foreldravefur