Nýr leikskólastjóri

Ritað .

AgustaBúið er að ráða Ágústu Friðriksdóttur sem eftirmann minn í Bakkaborg. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær hún hefur störf því hún er núna starfandi skólastjóri í Seljaborg. Ágústa hefur langa starfsreynslu sem leikskólastjóri og munum við fagna komu hennar í Bakkaborg og bjóða hana hjartanlega velkomna til starfa.

Kveðja

Elín Erna Steinarsdóttir

Sumarlokun Bakkaborgar 2017

Ritað .

sunKæru foreldrar
Þriðjudagurinn 18. júlí er síðasti dagurinn okkar fyrir sumarlokun. Við vonum að þið hafið það sem allra best í sumarfríinu ykkar. Við mætum svo úthvíld og hress fimmtudaginn 17. ágúst
Kær kveðja
Starfsfólk Bakkaborgar

Drekagarður opnaður

Ritað .

IMG 3371 MediumÍ dag fimmtudaginn 13. júlí var hluti af nýja garðinum okkar opnaður. Börnin nutu þess í botn að leika í nýju tækjunum. HÉR má nálgast myndir af nokkrum hressum börnum í leik. Velja þarf möppuna „Allir“, þar inni er mappa sem heitir „Juli2017“
Verktakar eru byrjaðir að vinna í garði elstu barnanna. Viðbúið er því að hliðinu sem snýr í austur verði lokað allavegana á meðan framkvæmdir standa yfir.


Foreldravefur