Sérkennslustjóri

Ritað .

Ráðið hefur verið í stöðu sérkennslustjóra hér í Bakkaborg. Dagmar Guðrún Gunnarsdóttir er þroskaþjálfi og fötlunarfræðingur. Hún mun koma til okkar í byrjun júní mánaðar í 100% stöðu. Við bjóðum hana velkomna til starfa

Birgitta lætur af störfum

Ritað .

BirgittaÍ dag kveður hún Birgitta Bóasdóttir okkur. Hún hefur verið sérkennslustjóri hjá okkur frá árinu 2012. Hún mun taka við stjórnunarstöðu hjá Kópavogsbæ. Við kveðjum hana með söknuði og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Joanna Waszkiewicz lét af störfum núna um mánaðarmótin. Hún ætlar að flytja til Póllands. VIð þökkum henni kærlega fyrir hennar störf og óskum henni velfarnaðar á nýjum slóðum 

Hjá okkur eru einnig að hefja störf núna á nætu dögum tveir sumarstarfsmenn. Sindri sem margir foreldrar kannast við mun vinna hjá okkur í sumar. Aníta sem verið hefur í skilastöðu hjá okkur mun einnig vinna sem sumarstarfsmaður hjá okkur. Seinna í maí mun svo Tara Kristín Kjartansdóttir hefja störf við sérkennslu hjá okkur. Hún er að klára BS. nám í sálfræði.

Joan Medium

Skipulags- og námskeiðsdagar 19. maí

Ritað .

bookFöstudaginn 19. maí verður leikskólinn Bakkaborg lokaður vegna skipulags- og námskeiðsdags. Við opnum aftur eftir helgina á mánudeginum  22. maí.


Foreldravefur